Hugleiðingar eftir sjávarútvegssýninguna í Þrándheimi 19 – 22 ágúst 1998
Hvað kostar kyrrstaðan í tækniþróun í olíuhreinsimálum íslenska fiskiskipaflotann og þjóðarbúið á ári.
Olíuviðhald í staðinn fyrir vélrænt (mekaniskt) viðhald
Ég tók eftir því á sýningunni að margir fagmenn hafa því miður litla þekkingu á olíuviðhaldi.
Hvað eigum við að halda lengi áfram að ganga afturábak inn í framtíðina? Er ekki tími til kominn að koma á stað umræðu um efnið “olíuviðhald”?
Það krefst hugrekkis að vera trúboði. Kyrrstaða í sænska iðnaðinum kostar 100 milljarða sænskar krónur árlega.
Með þessum orðum byrja ég mína fyrirlestra um efnið “núningsfræði”. Núningsfræði fjallar um núningsmótstöðu – smurningu og slit.
85 – 90% af öllum bilunum í þrýstiolíukerfum eru vegna óhreininda og vatns í olíunni.
Það er augljóst að því hreinna sem smurningsefnið er, því betra. Jafnvel örlítið vatnsinnihald eins og 0,01% er nægjanlegt til að lækka líftíma legu um helming. Þetta þýðir að það borgar sig að hafa alltaf smurninguna eins lausa við vatn og óhreinindi eins og mögulegt er.
Hvað gerum við til að koma í veg fyrir rakann í dag? Jú, við síum olíuna eða skiljum hana í olíuskilju þ.e.a.s. við notum sömu aðferðir eins og hafa verið notaðar síðastliðin 50 til 60 ár.
Það sem við verðum að gera er að hreinsa olíuna til að koma í veg fyrir vandræðin.
Ég vil taka það fram að það finnast engar slæmar síur í dag, þeim er ekki ætlað að hreinsa olíuna, þær eru til að vernda suma af þeim hlutum sem koma á eftir þeim í kerfinu.
Það eru til tveir möguleikar til að hreinsa olíuna svo vel að hægt sé að ná óendanlegum líftíma hennar:
1. Segul- (Elekrtostatisk) hreinsun
2. “Cellulosa kappiller” hreinsun
Eigi olían að hreinsast verður hreinsunin að vera svo mikil að allar agnir niður í 0,1 mikrometer náist burt ásamt öllu vatni hvort sem það er uppleyst eða laust. Nú kemur mikilvæg spurning: Hvers vegna verðum við að hreinsa olíuna?
Við viljum vernda viðkvæmustu hluti vélarinnar og koma í veg fyrir oxideringu (sýrumyndun) í olíunni. Ef við gerum það ekki verðum við að stytta tímann milli olíuskipta. Vissir hlutir vélarinnar hafa rýmd milli slitflata 0,5 – 1,0 mikrometra. “Oxidation” agnir eru 0,3 – 4,3 mikrometrar.
Ef við höfum hundruð milljóna agna og vatn á ferðinni myndast núningsmótstaða og þar með “Oxidering” sem smátt og smátt ruglar jafnvæginu í smureiginleikum olíunnar. Þannig minnka smureiginleikarnir og við verðum að skipta um olíu.
Ekkert vatn og engar agnir = óendanlega langur líftími á olíunni og 90% minni úrgangsolía.
Þess vegna getum við ekki lengur gengið afturábak inn í framtíðina.
Með hreina olíu á vélum okkar, HREINNA UMHVERFI BJARTARI FRAMTÍÐ FYRIR AFKOMENDUR OKKAR.
Kveðja fyrir framtíðina
Ægir Björnsson í Svíþjóð.