Upplýsingar um Mergi ehf og vörur þess.
Mergi ehf var stofnað árið 1998, af Gunnari Sæmundssyni véltæknifræðingi sem er framkvæmdastjóri, Ægir Björnssyni uppfinningarmanni búsettur í Svíþjóð og Jóhann Gauta Gestssyni sem rekur fyrirtækið köfun s/f á Akureyri.
Mergi ehf flytur inn brennsluhvatann Mergi og olíuhreinsikerfi sem heita Europa Filter.
Europa Filter olíuhreinsikerfi:
Europa Filter olíuhreinsikerfið eru þróað í Svíþjóð af fyrirtækinu Europa Filter AB. Aðaleigandi þess og framkvæmdastjóri er Ægir Björnsson. Ægir Björnsson á sjálfur einkarétt á Europa Filternum í Evrópu, USA og Japan.
Europa Filter olíuhreinsikerfið eru alltaf tengt sem framhjáhlaupskerfi. Eiginleikar Europa Filtersins eru sérlega miklir hæfileikar til að taka vatn úr olíu og hreinsa fastar agnir úr olíunni allt niður í o,1 mikro metir.
Til hvers er Europa Filter olíuhreinsikerfi notað?
Í okkar nútíma þjóðfélagi er mikill skilningur á fyrirbyggjandi viðhaldi. Með fyrirbyggjandi viðhaldi þá er verið að koma í veg fyrir ótímabærar bilanir.
Þegar nýr bíll er keyptur þá þarf bíllinn að fara í reglulegt eftirlit til að bíllinn haldi ábyrgð sinni.
Fyrirbyggjandi viðhald hefur þróast og nú er farið að tala um eitthvað sem kallast olíuviðhald. Þetta á við um allar olíutegundir. Rannsóknir hafa sýnt að milli 80 til 90% bilana megi rekja til óhreininda í olíunni. Olíuviðhald snýst um það að þekkja alltaf ástand olíunnar sem er gert með því að taka reglulega sýni af olíunni og tryggja hreinsun hennar þannig að hún haldi fyrirfram ákveðnum staðli.
Með því að halda olíunni mjög hreinni margfaldast endingartími hennar. Europa Filter olíuhreinsikerfið hefur sýnt sig að henta mjög vel til olíuviðhalds.
Virkni Europa Filter olíuhreinsikerfisins hefur verið rannsakað af Det Norske Veritas.
Europa Filter olíuhreinsikerfið hefur fallið í góðan jarðveg á Íslandi. Yfir 40 skip bæði stór og smá eru með Europa Filter olíuhreinsikerfi til að hreinsa glussaolíu (háþrýstiolíu), smurolíu, gírolíu og gasolíu. Sum skipanna eru með allt upp í 5 kerfi til að hreinsa mismunandi olíutegundir.
Stóriðja á Íslandi hefur einnig tekið í notkun þessi kerfi bæði til að hreinsa glussaolíu og spennaolíu.
Brennsluhvatinn Mergi
Fyrirtækið Mergi ehf flytur inn brennsluhvatann Mergi. Mergi hefur verið í notkun á Íslandi frá árinu 1985.
Töluverð umfjöllun hefur verið undanfarið um brennsluhvata samanber umfjöllun í Verinu, sjávarútvegsblaði Mbl. um brennsluhvata og þá sérstaklega brennsluhvatann “COMTEC”.
Virkni og markmið með “COMTEC” og “Mergi” er þau sömu þ.e.a.s að segja að gera svokallað jarðareldneyti auðbrennanlegra.
Til þess að fá fram virkni með COMTEC þarf sérstakan búnað, Mergi er náttúrlegur brennsluhvati sem er í fljótandi formi og er blandað í eldsneytið í hlutföllunum 1:4000.
Mergi hefur verið mikið rannsakað, helstu rannsóknir eru m.a.:
Rannsókn á vegum “Norwegian Marine Technology Research Institute A/S” við svokallað sprengjupróf þar sem sýnt er fram á að Mergi hefur mjög jákvæð áhrif á kveikju seinkun eldsneytisins.
Rannsókn á vegum “ Fueltech Production A/S” í Noregi á svokölluðum CVI tölu eða “Combustion Velocity Index”. CVI talan segir til um brennslueiginleika eldsneytisins. Rannsóknin sýndi verulega betri CVI tölu með íblöndun á Mergi.
Rannsókn á vegum “Det Norske Veritas” um borð í skipinu M/T Vinga. Í þessari rannsókn var sýnt fram á lágmarkssparnað 4%.
Brennsluhvatinn hefur mjög jákvæð áhrif. Með betri bruna verður til minna sót inn í vélinni, vegna minna sóts í minkar slit á vélahlutum. Einnig hefur brennsluhvatinn jákvæð áhrif á umhverfið þar sem sótagnir í útblæstri minnka verulega.
Það kom fram hér að framan að brennsluhvatinn Mergi sé búinn að vera á markaði á Íslandi frá því árið 1985. Í dag eru um 70 skip sem nota Mergi daglega. Mestur hluti af þeim eru togarar.
Því hefur oft verið haldið fram að útgerðarmenn geri lítið sem ekkert til að bæta umhverfi sitt. Ég tel þetta ekki rétt, mörg af stærri útgerðarfyrirtækjum landsins eru viðskiptavinir Mergi ehf . Þessir aðilar sjá sér hag í því að nýta eldsneytið eins vel og mögulegt er og fá fram aflaukningu/sparnað, minka viðhald á vélbúnaði og minka mengun.
Gunnar Sæmundsson
Véltæknifræðingur
Framkvæmdastjóri Mergi ehf